Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að opinbert eftirlit - 72 svör fundust
Niðurstöður

Norðurlandaráð

Norðurlandaráð var stofnað árið 1952. Það er opinber samstarfsvettvangur þjóðþinga Norðurlandanna og sjálfstjórnarsvæða þeirra. Danmörk, Ísland, Noregur og Svíþjóð voru stofnríki Norðurlandaráðsins en Finnland gerðist aðili að ráðinu árið 1955, Álandseyjar og Færeyjar árið 1970 og Grænland árið 1984. Frá lokum...

Er Evrópusambandið ríkjasamband, stofnun eða eitthvað annað, hvað?

Samvinna aðildarríkja Evrópusambandsins á sér enga hliðstæðu. Hefðbundin hugtök um samstarf ríkja og svæða duga því skammt til að lýsa sambandinu. Evrópusambandið er til að mynda milliríkjastofnun en þó óhefðbundin sem slík. Ólíkt flestum alþjóðlegum eða svæðisbundnum stofnunum, sem leggja grunninn að milliríkjasa...

Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?

Löggjöf ESB skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra á meðan aðildarviðræður standa yfir milli Evrópusambandsins og umsóknarríkis. Framkvæmdastjórn ESB hefur metið það svo að 21 kafli af þessum 35 heyri undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið; 10 kaflar að öllu leyti og 11 kaflar að stórum hluta. *** ...

Hvort er Ísland í aðlögunar- eða viðræðuferli við ESB?

Evrópusambandið getur farið fram á að umsóknarríki komi til móts við ákveðin viðmið (e. benchmarks) áður en viðræður um tiltekinn samningskafla hefjast eða þeim lýkur. Í því getur falist aðlögun að regluverki sambandsins. Of snemmt er að segja til um hvort sambandið muni krefja Ísland um aðlögun að regluverki ESB ...

Hversu langt á Tyrkland í land með að uppfylla inngönguskilyrði ESB?

Tyrkland á töluvert langt í land með að uppfylla þau skilyrði sem Evrópusambandið setur fyrir inngöngu. Það er í höndum tyrkneskra yfirvalda hvenær þeim umbótum lýkur sem nauðsynlegar eru. Stefna ríkisins frá árinu 2007 hefur verið að Tyrkland muni uppfylla kröfur sambandsins varðandi lagalega innviði, reglur, lög...

Hvaða réttarstöðu hafa menntaðir nálastungulæknar í Evrópu?

Evrópusambandið hefur gefið út tilskipun um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi og hefur hún verið innleidd í lög hér á landi á grundvelli EES-samningsins. Tilskipuninni er ætlað að tryggja að einstaklingar sem hafa aflað sér sérfræðiþekkingar eigi rétt á að nýta þá þekkingu og að hún sé viðurkennd í öðrum að...

Hver er stefna ESB í sjávarútvegsmálum?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB (e. Common Fisheries Policy), eins og hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983. Stefnan er víðtæk en undir hana fellur meðal annars sameiginleg stjórnun fiskveiða og verndun fiskistofna, sameiginlegt markaðsskipulag, uppbyggingarstefna og samningar við þriðju ríki. Stefnan ...

Hver er stefna ESB gagnvart jafnrétti kynjanna?

Meginreglan um jafna meðferð kvenna og karla hefur verið ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins allt frá stofnun þess og nær aftur til ársins 1957 þegar reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu varð hluti af Rómarsáttmálanum. Reglunni var þó ekki beitt fyrr en á áttunda áratugnum þegar ákvæðið um sömu laun fyrir s...

Í hvaða málaflokkum skerti Lissabon-sáttmálinn neitunarvald aðildarríkja ESB?

Milli 1958 og 1965 þurfti einróma samþykki allra aðildarríkja EBE, sex að tölu, við nær allar ákvarðanir. Mikil stækkun sambandsins síðan hefur ýtt undir kröfur um aukna skilvirkni í ákvarðanatöku stofnana. Tillögur um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds hafa þó iðulega verið umdeildar og n...

Hvernig hefur Evrópusambandið breyst frá stofnun?

Frá 1952 voru sex þjóðríki í bandalögunum sem leiddu síðar til Efnahagsbandalags Evrópu og Evrópusambandsins: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg, en Bretland, Danmörk og Írland bættust í hópinn árið 1973, Grikkland árið 1981, og Spánn og Portúgal árið 1986. Síðan Evrópusambandið (ESB...

Hvers vegna hafa endurskoðendur ESB ekki viljað undirrita bókhald sambandsins?

Endurskoðunarréttur Evrópusambandsins ber ábyrgð á endurskoðun á reikningum ESB. Með Maastricht-sáttmálanum frá árinu 1992 var réttinum gert að láta Evrópuþinginu og ráðinu í té sérstaka yfirlýsingu um að reikningar væru réttir og að þau viðskipti, sem að baki þeim byggju, væru lögmæt og rétt að formi til. Í þeim...

Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?

Skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er afar umfangsmikil. Ritið telur rúmar 600 blaðsíður og skiptist í 25 kafla. Niðurstöður skýrslunnar eru því eins og gefur að skilja margvíslegar og verður hér aðeins stiklað á stóru. Fjallað er ítarlega um ólíka valkosti Íslands í gj...

Hvernig eru lögin á Íslandi í sambandi við litmerkibyssur og hvernig eru þau á Norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu?

Á Íslandi gilda reglur um litmerkibyssur (e. paintball guns eða markers) sem settar voru af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 26. júní árið 2000. Reglurnar taka meðal annars til þess hvar megi nota litmerkibyssur, hverjir megi nota þær og hvernig vörslu þeirra skuli háttað. Á hinum Norðurlöndunum er að finna svipaðar...

Er það rétt að Evrópusambandið standi í vegi fyrir 20% endurgreiðslu fyrir kvikmyndaframleiðslu?

Í stuttu máli er svarið nei. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu er vinsæl aðferð úti í heimi til að laða að erlenda framleiðendur, meðal annars í ríkjum Evrópusambandsins. Endurgreiðslur sem þessar eru ríkisaðstoð. Almennt séð er ríkisaðstoð talin geta raskað samkeppni á mar...

Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu?

Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu í sex mánuði í senn. Samkvæmt ákvæði 16(9) sáttmálans um Evrópusambandið, í samræmi við 236. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, fara fulltrúar aðildarríkjanna í ráðinu með formennsku í samsetningum ráðsins til skiptis, að undans...

  • Síða nr. 1 2 3 4 5

Leita aftur: